BIF og Grýla

Við blonde Italian Family höfum lagt í vana okkar að powerlabba skóginn hér á Hólum uppúr fimm daglega....vil bara vara saklausa góðborgara við.

Greyið bekkjabróðir minn var næstum fyrir lestinni í dag, vonum að hann nái sér fljótlega.

Fleirri viðvaranir: Blonde italian family ásamt þessum dökkhærða í kjallaranum drekka óhóflegt magn af tei þessa dagana svo vinsamlegast verið ekki fyrir salerninu

Þeir sem þekkja ekki BIF (Blonde italian family) þá eru það ég og vinkonur mínar tvær, við búum í sama húsi og erum allar ansi ljóshærðar, að innan sem utan lol, við erum frekar frjálslegar í sambúð okkar því erum italian og svo erum við eins og ein stór fjölskylda. Þarf ég að segja meira? En við eru m þó að finna leið til að koma aflitunnarefni í sturturnar því eitthvað hafa nemendagarðaliðið eitthvað ruglast þegar það hrúgaði dökkhærðu og rauðhærðu (tek fram að þetta eru ekki fordómar) fólki á neðstu hæðina.

Eydís er snillingur! ég hef verið með hræðslu áróður undanfarið um að Grýla taki börn sem vilja ekki fara að sofa. Fyrr í kvöld gerðist það að Eydís vildi ekki fara að sofa og fann sér ýmislegt til dundur. þá sagði ég þegar við litum saman útum gluggan sem snýr að skóginum og myrkið umlukti allt "Eydís hvað sérðu? er þetta grýla?" Þá pýrði sú stutta augun og svaraði "nei mamma þetta er bara jólasveinn"

Þar fór Grýla fyrir lítið.

Kveðja úr Skóginum á Hólum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hver veit nema hún hafi séð jólasvein.  Því það býr löggiltur jólasveinn  í húsinu.  Hurðaskellir Leppaslúðason er mjög nálægur og hver veit nema hann hafi verið á ferð í Hólaskógi.  hér er slóð á heimasíðu hans.http://hurdaskellir.blogcentral.is/ 

Þórður Ingi Bjarnason, 10.9.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir

já stelpan bara farinn að sjá jólasveina...er Hurðaskellir Leppalúðason eitthvað að ruglast....komin á stjá um þetta leiti..hmmm ;-)

En það er spurning um að koma þessu aflitunarefni í einhvern góðan hitaveitutank...

Luv

BIF xx

Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 10.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband