11.9.2008 | 23:59
Lífið á Hólum
Á Hólum leikur lífið við okkur. Umhverfismálin er okkur ofarlega í huga þegar við vöknum á morgnana og fáum okkur göngutúr á leikskólan og í skólana. Við njótum veðurblíðunnar og öndum að okkur hreina loftinu. Dagurinn gengur sinn vanagang og eftir kvöldmatartíman eru allir þreyttir en þó komin baðtími fyrir litlar prinsessur. Sem er nú yfirleitt ekki frásögufærandi nema í kvöld...
Í kvöld fór Eydís Anna í bað í balanum forláta, sem Guðrún var svo elskuleg að lána okkur því Eydís er svo hrædd í sturtunni, og Krista fór í sturtu. Á meðan þreif ég baðherbergið eins og svo oft áður. Ég ákvað að taka körfurnar úr skápnum og sortera í þær þar sem allt var komið í hrærigraut. Þegar ég sit í mínum hugarheimi við sorteringu og skipulagningu finn ég allt í einu hita umlykja líkamann minn. Ég lít við og sé þá að Eydís er búin að hella úr balanum á gólfið, sem betur fer er enginn sturtubotn bara gólf og niðurfall. Ég stend upp og Eydís horfir furðulostinn á mömmu sína sem míg lekur öll og segir við mig "Mamma akkurru ertu svona blaut?" hmmmmm
Eftir baðtíma klippti ég hárið á dömunum og Eydís gat ekki verið kyrr svo hún er ekki með beina klippingu.
Eins og ég segji lífið leikur við okkur.
Við fengum hér ágætis malbik á veginn og bílaplanið hjá okkur í dag, komin tími til þar sem vegurinn upp hlíðina var verri en suður hlutinn á Kjöl. Fróðir menn í vegagerð ávíta okkur kvenfólkið í Nátthaganum um að þetta sé ekki malbik heldur bundið slitlag sem heitir obi....æ eitthvað. Eins gott að við séum með þetta á hreinu. Malbik er ekki sama og bundið slitlag...... gott veganesti í lífið að hafa það á hreinu.
Nú styttist í Þjóðhátið flestra Skagfirðinga, Laufskálarétt er að nálgast...27. september. það verður fjör og yndisleg kjötsúpa verður í boði hér eftir réttina fyrir vini og vandamenn.
xxx
Athugasemdir
til hamingju með malbikið stelpur og góð baðsaga
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 12.9.2008 kl. 15:43
Það er gott að huga að umhverfismálum á Hólastað. Á næstu vikum mun ég kynna fyrir ykkur íbúa á Hólum nokkrar breytinga til batnaðar varðandi umhverfismál. það er margt í vinnslu.
Svo er mikil munur malbiki og bundu slitlagi.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 12.9.2008 kl. 21:35
kjötsúpa mmmmmmmmmmm sendi þér knús yfir fjöllin.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 15.9.2008 kl. 16:23
Emma mín, ég treysti á það að þú mætir galvösk í kjetsúpuna :D
Erna Nielsen, 16.9.2008 kl. 13:33
já mæti hlakka til að sjá ykkur og lifa í kommúnunni ykkar eina helgi.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 16.9.2008 kl. 18:14
Emma á eftir að flytja til okkar
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 17.9.2008 kl. 13:15
HUgsið ykkur hvað það væri ljúft :)
Erna Nielsen, 17.9.2008 kl. 20:57
Iss ég yrði bara til vandræða og þið eruð ekki með slökkvilið til bjargar?
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.