17.9.2008 | 21:06
Erna í eldhúsinu
Sko ég hef mikið velt þessu fyrir mér, ég elska að baka og elda ljúfengan mat. En þegar kemur að einhverju einföldu þá klúðra ég því. Þegar ég segji einföldu þá er ég ekki að tala um pizzubakstur eða hakk og spagetti neibbb.........
Einu sinni datt mér í hug að prófa þessa betty krokker (vitlaust skrifað ég veit) og ég klúðraði henni
seinna datt mér í hug að stytta mér leið og prófa aftur hana betty og ég klúðraði henni
ég get varla soðið pylsur, þær springa
og áðan var ég að gera pakkakartöflumús, æ þið vitið þessa frá maggi, og ég brenndi mig
Hvað er málið, mér er sko ekki ætlað að stytta mér leið í elhúsinu
En allavega ég er að læra ..........
Athugasemdir
SÆl, gefa sér tíma í eldhúsinu og lesa vel á allar leiðbeiningar.
Passa hitann á eldavélinni og ofninum og fara varlega, notaðu pottaleppa.
Nú ef ekkert gengur, þá er sniðugt að fara á námskeið í eldamennsku og læra að gera hlutina rétt.
gangi þér vel.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:20
Hehehe talaðu bara við Emmu hún brenndi sig einu sinni í andliti þegar hún var að baka köku....sjáðu til hún vissi ekki hvort að kakan væri bökuð og ákvað að leggja eyrað við brennandi heita kökuna og hlusta hvort hún væri til Held hún hafi nú ruglast á skyndihjálp og bakstri...hehe
Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, 21.9.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.