Augnlænkir og geit

Ég er komin til Reykjavíkur og fór með stúlkurnar mínar til augnlænkis í morgun. Augnlæknirinn sagði að Eydís væri nærsýn en þyrfti samt ekki fá gleraugu fyrr en kannski á næsta ári.

Seinna í dag fór ég með stelpurnar í kaffi í Háskólann, Amman bauð okkur í kaffi og var að sína okkur nýju flottu aðstöðuna sem hún hefur þar. Eftir kaffið förum við aðeins í bóksöluna að skoða og ég verslaði aðeins. Þegar við erum að gera okkur klárar að fara kemur Eydís hlaupandi

"amma komdu það er geit"

"nú hvað segiru geit?" segir amman

Eydís dregur ömmu sína um alla búðina að leita að geitinni sem hún fann ekki aftur. Við vorum alveg vissar um að þetta væri bara einhver mynd á bók eða eitthvað svoleiðis. Amman var pínu smeyk þegar hún sá hörundsdökkan mann og hugasði með sér að það væri eins gott að hún færi ekki að benda á manninn. svo gáfust þær upp að leita.

Þegar við erum á leiðinni úr búðinni, aftur, hrópar Eydís upp yfir  sig

"sjáiði þarna er geitin!!!!"   og benti á konu grey, hún var með skrautlega húfu með mörgum skottum á,  sem stóð í biðröð við kassann. Barnið hætti ekkert að tala um að hún væri geit, ég var eldrauð í framan og kom ekki upp afsökunnarbeiðni til greyið konunnar. Flestir og m.a. konan voru farnir að hlæja að barninu.

Spurning um að fá annað álit með þessa nærsýni.................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

börn hafa oft mikið ímyndunarafl og í kvöld hélt sonur minn því fram að það væru randaflugur og geitungar í matnum hans, en það er gott að fá annað álit sonur minn fékk gleraugu ári of seint vegna þess að augnlæknirinn sem hann fór til var ekki að greina hann rétt og hann er með +4 og +5,5 svo að ef þú hefur það á tilfinningunni farðu þá eftir því annars hló ég mig máttlausa þetta hefur verið geit.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 19.9.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Erna Nielsen

já mér fannst verst að vera ekki með myndavélina á mér því þá hefði ég tekið mynd af geitinni......

Hvað eldar þú eiginlega :)

Erna Nielsen, 20.9.2008 kl. 02:32

3 identicon

 litla sæta

saló (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:14

4 identicon

Ég skal breyta linkinum á síðunni minni ef þú viðurkennir mig sem vin ;)

Hafdís (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Elda stórræði Erna

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:49

6 identicon

Ég líííííííííka

Hafdís (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband