23.9.2008 | 09:37
Símtalið
Ég held ég hafi upplifað um helgina einn af verri hlutum sem móðir getur upplifað.
Ég var á bókhlöðunni að læra á sunnudaginn þegar síminn hringir og mér er sagt að það hafi verið keyrt á Kristu Sól, dóttir mína. Hjartað barðist um og ég varð ringluð. Svo er mér sagt að það sé í lagi með hana.
Hún var úti að hjóla með ömmu sinni, afa og systrum, þau voru að koma úr Laugardalnum þar sem öndunum var gefið mikið brauð. Þegar þau eru að fara framhjá Laugum kemur kona keyrandi út af bílastæðinu og beint á barnið mitt. Sem betur fer var bílinn á lítilli ferð og stelpuskottið mitt með hjálm.
Þó svo að líkamlegir áverkar sé litlir sem engir þá er litla hjartað brotið. Hún var svo hrædd og að halda á litla barninu sínu í fanginu og það segir við mann "Mamma ég vil ekki deyja" þá brestur mömmu hjartað.
En það var ekki bara Kristu sem leið ílla heldur líka Aniku. Hún var mjög hrædd um litlu systir sína og hefur aldrei sýnt henni jafn mikla umhyggju og ást eins og eftir slysið.
En ég minni alla bæði foreldra og börn á að nota hjálminn. Krista hefði ekki farið svona vel ef hjálminn hefði vantað.
Hafið það sem best og knúsið hvort annað.
Athugasemdir
Sæl vertu gleymmerei hér,
Gott að ekki fór verr, hjálmur er höfuðatriði á kollinn þegar hjólað er.
Elsku barnið, vonandi jafnar hún sig.
Óska barninu og þér góðs gengis og munið eftir hjálminum.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 23.9.2008 kl. 09:46
Gott að ekki fór verr. Það er alltaf að koma í ljós hvað hjálmur getur bjargað miklu.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 23.9.2008 kl. 09:55
Gott að þetta fór vel já lífið er undarlegt.
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 23.9.2008 kl. 15:23
Æj litla snúllan. Gott að ekki fór verr. Knúsaðu hana (og ykkur allar) frá okkur Hrafnhildi.
saló (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 21:42
Elsku snúllan mín,
viltu skila kveðju til hennar og gefa henni sérstakt knús og stórann koss frá mér.
Hafdís (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.