25.9.2008 | 00:51
Culture
Takk fyrir fallegu kveðjurnar bæði sem við höfum fengið hér á síðunni og á öðrum miðlun. En af henni Kristu Sól er gott að frétta, hún er öll að koma til og er harðákveðin í að halda úti áróðri (jákvæðum) um að allir eigi að nota hjálm.
Ég er núna að taka mér smá pásu frá eflaust einu erfiðasta verkefni sem ég hef gert í þessum skóla. Ég þarf að skila inna 1000 orða greinargerð um hugtök Chris Jenks um menningu. Ekki nó með það þá þarf ég að skrifa öll ósköpin á ensku. Ég ætla ekki að þreyta ykkur með leiðinlegum fræði orðum en ég er komin með á blað rúmelga 100 orð. spurning um að skrifa það 10 sinnum og þá er ég komin með 1000 orð....eða ekki.
Nú er Laufskálarétt að bresta á eftir 2 daga og ég leyfi mér ekki að hlakka til fyrr en ég verð búin að skila af mér þessu verkefni. En það er mikið á prjónunum fyrir réttina og mun ég á föstudag byrja að undirbúa ljúfeinga þjóðlega kjötsúpu sem verður í boði hér fyrir vini og vandamenn eftir réttina. Hjá mér er enþá laust gisting fyrir 2 fullvaxna og 1 dverg. Fyrstur kemur fyrstur fær ;)
best að snúa sér aftur að einhverju sem fólk kallar social structure......
knús og kossar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.