29.9.2008 | 21:28
Þýðingar óskast
Er virkilega ætlast til að saklausir ferðamálanemar skilji svona tal?
Ég er búin að vera spennt já þá meina ég spennt í allan dag að fylgjast með fréttum en í lok dags veit ég helling sem ég skil ekkert í....
Var alvarlega farin að spá í að skella mér í viðskiptafræði eingöngu til að skylja þetta vísitölu, gengis, nasgat, glitnir, seðlabanki og blaríbla
en ef einhver vill þýða þetta fyrir mér þá TAKK :)
Hrun á Wall Street | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef verið að lesa Austurríska hagfræði sem spáði þessu fyrir þegar bólan sem sprakk 1929 vað að myndast.
Hér er hljóðfæll sem útskýrir þetta:
Inflation and the Business Cycle (Verðbólga og Hagsveiflan)
Ef vöxtum á lánsfé hefði ekki verið haldið niðri af seðlabanka Bandaríkjanna þá hefðu bankarnir og undirmálslánastofnanir, sem núna er kennt um bóluna, ekki haft aðganga að svo miklu ódýru lánsfé og fólk ekki geta fjárfest í fasteignum sem það hafði í raun ekki efni á.
Þá hefði húsnæðisbólan sem fylgdi í kjölfarið ekki orðið nema heilbrigð húsnæðis uppsveifla.
Seðlabanki Bandaríkjanna Orsakaði Hrunið.
Jón Þór Ólafsson, 30.9.2008 kl. 08:42
Jón Þór to the rescue, en ekki hver? :)
Hafdís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.