17.11.2008 | 22:46
Námsbækur og námskvíði
Ég hef lesið nokkrar námsbækur yfir ævina. Margar hverjar hef ég ekki skilið til að byrja með afhverju ég sé að lesa þetta bull. Margir háskólanemar efast um gildi námsbóka.
Um daginn var ég að láta Kristu Sól lesa heima. Hún er með einfalda lestrarbók enda í fyrsta bekk.
Hér kemur samtalið
KS: s í s í og rúúrí. MAMMA rúrí er ekki orð!
Ég: jú það er nafn
KS: huhh...
Svo á næstu blaðsíðu
KS: s í sí ááá mmmálll......Mamma þessi bók er bara bull! Hvað er eiginlega mál?
Þarna sjáiði það eru ekki eingöngu háskólanemar sem efast kenslubækurnar sínar....
Nokkrum dögum síðar kemur Sama skottan til mín
KS: Mamma, Anika segir að ég verði að fara í framhaldsskóla og háskóla. Þarf ég þess nokkuð?
Tek það aftur fram barnið er í fyrsta bekk í GRUNNskóla.........
Myndin er af litlu skvísunni sem hér rætt um :)
hafið það sem allra best
Athugasemdir
Ég skil alveg hvað barnið er að fara. Ef sísí og rúrí eiga mál í fyrsta bekk hvað í anskotanum eiga þær þegar hún kemur í framhaldsskóla. Sumar upplýsingar eru einfaldlega það asnalegar að maður vill ekki vita meir.
Bið að heilsa skottunum.
Hafdís (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.