28.2.2009 | 13:57
Vangaveltur
Ég er 29 ára og verð það í nokkra mánuði í viðbót. Ég á þrjár yndislegar dætur og við búum í gömlu húsi á sauðárkróki, ein vinkona mín komst vel að orði með nafn á húsið mitt. Skriðuklaustur, það féll aurskriða á húsið fyrir nokkrum árum og ég (Nunnan) bý í húsinu.
Lífið er stundum skrítið og oftast er ég sátt við mín hlutskipti í lífinu en það koma svona tímar þar sem mér finnst eitthvað vanta. það kemur fyrir að ég finni fyrir öfund í garð annars fólks, þessa venjulega fólks, sem á sér eðlilegt fjölskyldulíf og eiga maka til að halla höfðinu að á erfiðum dögum. En oftast er ég ánægð með að vera ein með dætur mínar og reyni að láta einmannaleikan fara út um gluggan.
Við gerum helling saman og skemmtum okkur alltaf vel :)
Þegar við ókum suður sl miðvikudag vorum við mæðgur eitthvað að fíflast, þá segir Krista: Mamma, þú ert svo skrítin. Ég svaraði barninu "Æ ég skal reyna að vera venjuleg mamma" Krista var snögg að svara "Nei, mamma ég vil ekki að þú verðir leiðinleg"
Nunnan ég lennti í smá stríði við sjálfan mig um daginn, ég fór eitthvað að spá hvort "Rósa Frænka" ætti ekki að vera mætt í heimsókn....
....dauðhrædd hugsaði ég að nú væri ég pottþétt ólétt, og hvað ætti ég að gera, ein með 4 börn shit, ohhhh guð minn góður, var nánast farin að finna brjóstaspennu og ógleði....
...þá mundi ég allt í einu að ég hef ekki verið með karlmanni í nokkra mánuði.....
En ég er á feitasta tímabili ævi minnar og langar að komast burt af því.
Markmið mín fyrir 2009
Vera hamingjusöm
Léttast
og njóta lífsins með dætrunum.
Ég bið ekki um mikið :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.