Færsluflokkur: Bloggar

spurning?

ég hef verið að spá svo mikið undanfarið í þessu hári mínu .....

Nú spyr ég þig ´lesandi góður hvort er flottara?

Picture 0045

eða

picture_384

 


maður og bíll óskast.... helst ekki mikið notað

Ég(29) og Krista Sól(6) vorum að ræða málin um daginn...

K: Mamma við ættum kannski að fá okkur mann
E: nú afhverju?
K: bara þá þarftu ekki að fá einhverja konu til að passa okkur [aupair]
E: og hvernig á maðurinn að vera
K: bara góður og skemmtilegur.
E: já ókei
K:...og hann getur þrifið bílinn og passað okkur
E: aha
K: hann getur kannski verið með svona sítt skegg
E: og hann má ekki reykja?
K: jú kannski einu sinni í viku og alls ekki í húsi eða bílum

síðan hallar Krista sér til mín og hvíslar flissandi í eyrað á mér
K: svo getur hann kannski kysst þig
s.s. niðurstöðurnar eru að maður óskast sem er með sítt skegg, reykir úti einu sinni í viku, er skemmtilegur og góður. honum verður að finnast gaman að passa börn og þrífa bíla.
Eydís Anna(3) benti mér á, eftir að hún beið í 40 mín meðan mamman gróf upp og losaði bílinn, að ég ætti að fara í skaffó að kaupa nýjan bíl!

Vangaveltur

moi 

Ég er 29 ára og verð það í nokkra mánuði í viðbót.  Ég á þrjár yndislegar dætur og við búum í gömlu húsi á sauðárkróki, ein vinkona mín komst vel að orði með nafn á húsið mitt. Skriðuklaustur, það féll aurskriða á húsið fyrir nokkrum árum og ég (Nunnan) bý í húsinu.

Lífið er stundum skrítið og oftast er ég sátt við mín hlutskipti í lífinu en það koma svona tímar þar sem mér finnst eitthvað vanta.  það kemur fyrir að ég finni fyrir öfund í garð annars fólks, þessa venjulega fólks, sem á sér eðlilegt fjölskyldulíf og eiga maka til að halla höfðinu að á erfiðum dögum. En oftast er ég ánægð með að vera ein með dætur mínar og reyni að láta einmannaleikan fara út um gluggan.

Við gerum helling saman og skemmtum okkur alltaf vel :)

Þegar við ókum suður sl miðvikudag vorum við mæðgur eitthvað að fíflast, þá segir Krista: Mamma, þú ert svo skrítin. Ég svaraði barninu "Æ ég skal reyna að vera venjuleg mamma" Krista var snögg að svara "Nei, mamma ég vil ekki að þú verðir leiðinleg"

Nunnan ég lennti í smá stríði við sjálfan mig um daginn, ég fór eitthvað að spá hvort "Rósa Frænka" ætti ekki að vera mætt í heimsókn....

....dauðhrædd hugsaði ég að nú væri ég pottþétt ólétt, og hvað ætti ég að gera, ein með 4 börn shit, ohhhh guð minn góður, var nánast farin að finna brjóstaspennu og ógleði....

...þá mundi ég allt í einu að ég hef ekki verið með karlmanni í nokkra mánuði.....

En ég er á feitasta tímabili ævi minnar og langar að komast burt af því.

Markmið mín fyrir 2009

Vera hamingjusöm

Léttast

og njóta lífsins með dætrunum.

Ég bið ekki um mikið :)

 


Búúúiiiinnnnnn........

Þá hef ég lokið blogpásunni sem mér datt í hug að taka yfir erfitt skeið hjá mér í vetur. Þannig:

Gleðileg Jól, Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, til hamingju með bónda- og valentínusardaginn (ef þið haldið með svoleiðis bulli) og til hamingju með afmælið.......ef þú áttir afmæli

Ég hef stundum verið sögð örlítið öðruvísi en aðrir en ég held það sé bara tilvistarkreppan mín. Jáhá

Núna er ég skipulagningarfrík svo ég skilji hvað ég er og á að vera gera.....eina vandamálið að ég er soldið gleymin....ég gleymi hreinlega að fylgja blessaða skipulaginu

Ég gleymi því oft að ég sé í átaki...sérstaklega ef súkkulaði verður á vegi mínum

ég fer oft að ná í e-ð og gleymi því svo jafnfljótt aftur áður en ég næ í það sem ég ætlaði að ná í...

Nú er ég búin að gleyma hvað ég ætlaði að skrifa upphaflega......

knús og kossar :P


Námsbækur og námskvíði

IMG_0253 

Ég hef lesið nokkrar námsbækur yfir ævina. Margar hverjar hef ég ekki skilið til að byrja með afhverju ég sé að lesa þetta bull. Margir háskólanemar efast um gildi námsbóka.

Um daginn var ég að láta Kristu Sól lesa heima. Hún er með einfalda lestrarbók enda í fyrsta bekk.

Hér kemur samtalið

KS: s í s í og rúúrí. MAMMA rúrí er ekki orð!

Ég: jú það er nafn

KS: huhh...

Svo á næstu blaðsíðu

KS: s í sí ááá mmmálll......Mamma þessi bók er bara bull! Hvað er eiginlega mál?

Þarna sjáiði það eru ekki eingöngu háskólanemar sem efast kenslubækurnar sínar....

Nokkrum dögum síðar kemur Sama skottan til mín

KS: Mamma, Anika segir að ég verði að fara í framhaldsskóla og háskóla. Þarf ég þess nokkuð?

Tek það aftur fram barnið er í fyrsta bekk í GRUNNskóla.........

Myndin er af litlu skvísunni sem hér rætt um :)

hafið það sem allra best

 

 


Helgin mín

 

Á föstudaginn var stofnfundur nýs klúbbs hér á Hólum. Ég var sjálfkjörinn formaður, þar sem ég stofnaði nú einu sinni klúbbinn.

Einnig var videokvöld í sólstofunni og horft var á 5 fyrstu dagvaktar þættina. (við erum ekki með stöð 2 á Hólum) Shitturinn ég pissaði næstum á mig og var komin með harðsperrur í hláturvöðvana.

C.a. kl. 06 á laugardagsmorgun hringdi einhver í mig úr leyninr. Það sem aðilli ætlaði ekki að gefast uppá að hringja, hélt ég að þetta væri kannski e-ð mikilvægt svo ég svaraði með hásri sofurödd

Ég: Halló

?: Hæ er þetta erna?

Ég: jámm

?: blessuð, ertu sofandi

Ég: já eins og flest fólk

?: Líka á föstudagskvöldi?

ég: já þegar mar er í skóla, vinnu og með fullt af börnum þá sefur mar á næturnar

?: ég hringi þá bara í þig á morgun, hvað er góður tími til að hringja í þig?

ég: ég veit það ekki

Svo skellti ég á, það hringdi engin í mig á laugardaginn. og ég gleymdi alveg kurteisinni í þessu símtali og spurði ekki hver hann væri. Úpps

Á laugardag var ég að vinna og læra hópverkefni í megindlegum rannsóknaraðferðum. eftir allan lærdómminn fengum ég og sharkgirl litla strákinn á neðstuhæðinni í að keyra okkur í partý á Hofsósi. Þar hittum við our fishy friends og eftir veisluna fórum við í fiska partý.

Á sunnudag var ég orðin varaformaður og Sharkgirl er orðin formaður.

Ég og Sharkgirl eru á fullu í að undirbúa stórfenglegt fuglapartý næsta laugardag.......

Mynd dagsins er af mér í gerfi álfs......sæt að venju

Gleðilega þynnkudag Whistling


KS

Auðvitað eru peningarnir best geymdir hjá Kuffélaginu :) KS klikkar ekki.

Ég get tjáð mig mikið um KS bæði gott sem slæmt en ákveð að gera það eigi á opnum vef

 En eitt skulið yður muna

Ef það fæst ekki í kaupfélaginu...þá þarftu það ekki

Kveðja úr Skagafirði, þar sem engin er kreppan

 


mbl.is Taka peninga úr bönkum og leggja í kaupfélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚFFFÍ PÚFFF

 

Blonde italian family skellti sér á Hvanndalsbræður í gær og stóðu sig vel sem grúppíur...

BIF : Var líka á balli í gær eftir tónleikana...

Hluti hópsins tekur að sér að hrista saman mismunandi dýrahópa...

 

Ég fór með þynku dauðans í litun og vax (augnhár og augabrúnir) í morgun, hélt ég myndi deyja þegar skært ljósið lísti í augun á mér.

Fór í KS varmó að fá mér þynkubörger, það var gott.

Ég fór í ríkið fyrir þann dökkhærða, fannst það ekki gaman.

Lá restina af deginum uppí sófa þar til Guðrún þessi elska hringdi og sagði mér að koma niður í pizzu.

Bara gefa ykkur taste af sl. sólarhring hjá mér


Culture

Ég er að taka áfanga sem heitir málstofa um menningartengda ferðaþjónustu, held ég hafi minnst á þannn flotta áfanga áður. Nema hvað að kennslan og allt fer fram á ensku. Ég hef hingað til haldið að ég væri fremur sleip í enskunni. Við erum að lesa bókina "Culture" eftir Chris Jenks. Þessi bók inniheldur helling af orðum sem ég hef aldrei heyrt áður og flest orð í enskri tungu sem enda á -ism, tourism, idealism, materialism svo nokkur sé nefnd. Framvegis mun ég eingöngu ræða við fólk um málefni sem enda á -ism. Leiðinlegt fyrir ykkur.

Annars skellti ég pínu hveiti, kornum, vatni og geri í brauðvélina áðan og mun hlakka til að vakna í fyrramálið ( á eftir ) við ilminn af nýbökuðu brauði.

En nú formlega kemur það fram að stúlkan tekur á móti diploma í ferðamálafræði þann 11. október og get þar að leiðandi starfað löglega sem landvörður eða staðarvörður þar sem þau réttindi eru innifalin í skirteininu. Næst er það BA, ég ætla sko að fá 5 háskólapróf ;)

Núna ætla ég að lesa meira um idealism & materialism til að geta klárað mitt 1000 orða verkið um þessi tvö hugtök og tenginu þeirra við culture....veit ekki alveg hvar ferðaþjónustan kemur inn í þetta en jæja

Mynd dagsins er sjálfsmynd af Kristu Sól

011

hafið það sem allra best

Ernism


Þýðingar óskast

Er virkilega ætlast til að saklausir ferðamálanemar skilji svona tal?

Ég er búin að vera spennt já þá meina ég spennt í allan dag að fylgjast með fréttum en í lok dags veit ég helling sem ég skil ekkert í....

Var alvarlega farin að spá í að skella mér í viðskiptafræði eingöngu til að skylja þetta vísitölu, gengis,  nasgat, glitnir, seðlabanki og blaríbla

en ef einhver vill þýða þetta fyrir mér þá TAKK :)


mbl.is Hrun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband