Færsluflokkur: Bloggar
25.9.2008 | 00:51
Culture
Takk fyrir fallegu kveðjurnar bæði sem við höfum fengið hér á síðunni og á öðrum miðlun. En af henni Kristu Sól er gott að frétta, hún er öll að koma til og er harðákveðin í að halda úti áróðri (jákvæðum) um að allir eigi að nota hjálm.
Ég er núna að taka mér smá pásu frá eflaust einu erfiðasta verkefni sem ég hef gert í þessum skóla. Ég þarf að skila inna 1000 orða greinargerð um hugtök Chris Jenks um menningu. Ekki nó með það þá þarf ég að skrifa öll ósköpin á ensku. Ég ætla ekki að þreyta ykkur með leiðinlegum fræði orðum en ég er komin með á blað rúmelga 100 orð. spurning um að skrifa það 10 sinnum og þá er ég komin með 1000 orð....eða ekki.
Nú er Laufskálarétt að bresta á eftir 2 daga og ég leyfi mér ekki að hlakka til fyrr en ég verð búin að skila af mér þessu verkefni. En það er mikið á prjónunum fyrir réttina og mun ég á föstudag byrja að undirbúa ljúfeinga þjóðlega kjötsúpu sem verður í boði hér fyrir vini og vandamenn eftir réttina. Hjá mér er enþá laust gisting fyrir 2 fullvaxna og 1 dverg. Fyrstur kemur fyrstur fær ;)
best að snúa sér aftur að einhverju sem fólk kallar social structure......
knús og kossar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 09:37
Símtalið
Ég held ég hafi upplifað um helgina einn af verri hlutum sem móðir getur upplifað.
Ég var á bókhlöðunni að læra á sunnudaginn þegar síminn hringir og mér er sagt að það hafi verið keyrt á Kristu Sól, dóttir mína. Hjartað barðist um og ég varð ringluð. Svo er mér sagt að það sé í lagi með hana.
Hún var úti að hjóla með ömmu sinni, afa og systrum, þau voru að koma úr Laugardalnum þar sem öndunum var gefið mikið brauð. Þegar þau eru að fara framhjá Laugum kemur kona keyrandi út af bílastæðinu og beint á barnið mitt. Sem betur fer var bílinn á lítilli ferð og stelpuskottið mitt með hjálm.
Þó svo að líkamlegir áverkar sé litlir sem engir þá er litla hjartað brotið. Hún var svo hrædd og að halda á litla barninu sínu í fanginu og það segir við mann "Mamma ég vil ekki deyja" þá brestur mömmu hjartað.
En það var ekki bara Kristu sem leið ílla heldur líka Aniku. Hún var mjög hrædd um litlu systir sína og hefur aldrei sýnt henni jafn mikla umhyggju og ást eins og eftir slysið.
En ég minni alla bæði foreldra og börn á að nota hjálminn. Krista hefði ekki farið svona vel ef hjálminn hefði vantað.
Hafið það sem best og knúsið hvort annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 18:49
Augnlænkir og geit
Ég er komin til Reykjavíkur og fór með stúlkurnar mínar til augnlænkis í morgun. Augnlæknirinn sagði að Eydís væri nærsýn en þyrfti samt ekki fá gleraugu fyrr en kannski á næsta ári.
Seinna í dag fór ég með stelpurnar í kaffi í Háskólann, Amman bauð okkur í kaffi og var að sína okkur nýju flottu aðstöðuna sem hún hefur þar. Eftir kaffið förum við aðeins í bóksöluna að skoða og ég verslaði aðeins. Þegar við erum að gera okkur klárar að fara kemur Eydís hlaupandi
"amma komdu það er geit"
"nú hvað segiru geit?" segir amman
Eydís dregur ömmu sína um alla búðina að leita að geitinni sem hún fann ekki aftur. Við vorum alveg vissar um að þetta væri bara einhver mynd á bók eða eitthvað svoleiðis. Amman var pínu smeyk þegar hún sá hörundsdökkan mann og hugasði með sér að það væri eins gott að hún færi ekki að benda á manninn. svo gáfust þær upp að leita.
Þegar við erum á leiðinni úr búðinni, aftur, hrópar Eydís upp yfir sig
"sjáiði þarna er geitin!!!!" og benti á konu grey, hún var með skrautlega húfu með mörgum skottum á, sem stóð í biðröð við kassann. Barnið hætti ekkert að tala um að hún væri geit, ég var eldrauð í framan og kom ekki upp afsökunnarbeiðni til greyið konunnar. Flestir og m.a. konan voru farnir að hlæja að barninu.
Spurning um að fá annað álit með þessa nærsýni.................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2008 | 21:06
Erna í eldhúsinu
Sko ég hef mikið velt þessu fyrir mér, ég elska að baka og elda ljúfengan mat. En þegar kemur að einhverju einföldu þá klúðra ég því. Þegar ég segji einföldu þá er ég ekki að tala um pizzubakstur eða hakk og spagetti neibbb.........
Einu sinni datt mér í hug að prófa þessa betty krokker (vitlaust skrifað ég veit) og ég klúðraði henni
seinna datt mér í hug að stytta mér leið og prófa aftur hana betty og ég klúðraði henni
ég get varla soðið pylsur, þær springa
og áðan var ég að gera pakkakartöflumús, æ þið vitið þessa frá maggi, og ég brenndi mig
Hvað er málið, mér er sko ekki ætlað að stytta mér leið í elhúsinu
En allavega ég er að læra ..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2008 | 23:59
Lífið á Hólum
Á Hólum leikur lífið við okkur. Umhverfismálin er okkur ofarlega í huga þegar við vöknum á morgnana og fáum okkur göngutúr á leikskólan og í skólana. Við njótum veðurblíðunnar og öndum að okkur hreina loftinu. Dagurinn gengur sinn vanagang og eftir kvöldmatartíman eru allir þreyttir en þó komin baðtími fyrir litlar prinsessur. Sem er nú yfirleitt ekki frásögufærandi nema í kvöld...
Í kvöld fór Eydís Anna í bað í balanum forláta, sem Guðrún var svo elskuleg að lána okkur því Eydís er svo hrædd í sturtunni, og Krista fór í sturtu. Á meðan þreif ég baðherbergið eins og svo oft áður. Ég ákvað að taka körfurnar úr skápnum og sortera í þær þar sem allt var komið í hrærigraut. Þegar ég sit í mínum hugarheimi við sorteringu og skipulagningu finn ég allt í einu hita umlykja líkamann minn. Ég lít við og sé þá að Eydís er búin að hella úr balanum á gólfið, sem betur fer er enginn sturtubotn bara gólf og niðurfall. Ég stend upp og Eydís horfir furðulostinn á mömmu sína sem míg lekur öll og segir við mig "Mamma akkurru ertu svona blaut?" hmmmmm
Eftir baðtíma klippti ég hárið á dömunum og Eydís gat ekki verið kyrr svo hún er ekki með beina klippingu.
Eins og ég segji lífið leikur við okkur.
Við fengum hér ágætis malbik á veginn og bílaplanið hjá okkur í dag, komin tími til þar sem vegurinn upp hlíðina var verri en suður hlutinn á Kjöl. Fróðir menn í vegagerð ávíta okkur kvenfólkið í Nátthaganum um að þetta sé ekki malbik heldur bundið slitlag sem heitir obi....æ eitthvað. Eins gott að við séum með þetta á hreinu. Malbik er ekki sama og bundið slitlag...... gott veganesti í lífið að hafa það á hreinu.
Nú styttist í Þjóðhátið flestra Skagfirðinga, Laufskálarétt er að nálgast...27. september. það verður fjör og yndisleg kjötsúpa verður í boði hér eftir réttina fyrir vini og vandamenn.
xxx
Bloggar | Breytt 12.9.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2008 | 21:42
BIF og Grýla
Við blonde Italian Family höfum lagt í vana okkar að powerlabba skóginn hér á Hólum uppúr fimm daglega....vil bara vara saklausa góðborgara við.
Greyið bekkjabróðir minn var næstum fyrir lestinni í dag, vonum að hann nái sér fljótlega.
Fleirri viðvaranir: Blonde italian family ásamt þessum dökkhærða í kjallaranum drekka óhóflegt magn af tei þessa dagana svo vinsamlegast verið ekki fyrir salerninu
Þeir sem þekkja ekki BIF (Blonde italian family) þá eru það ég og vinkonur mínar tvær, við búum í sama húsi og erum allar ansi ljóshærðar, að innan sem utan lol, við erum frekar frjálslegar í sambúð okkar því erum italian og svo erum við eins og ein stór fjölskylda. Þarf ég að segja meira? En við eru m þó að finna leið til að koma aflitunnarefni í sturturnar því eitthvað hafa nemendagarðaliðið eitthvað ruglast þegar það hrúgaði dökkhærðu og rauðhærðu (tek fram að þetta eru ekki fordómar) fólki á neðstu hæðina.
Eydís er snillingur! ég hef verið með hræðslu áróður undanfarið um að Grýla taki börn sem vilja ekki fara að sofa. Fyrr í kvöld gerðist það að Eydís vildi ekki fara að sofa og fann sér ýmislegt til dundur. þá sagði ég þegar við litum saman útum gluggan sem snýr að skóginum og myrkið umlukti allt "Eydís hvað sérðu? er þetta grýla?" Þá pýrði sú stutta augun og svaraði "nei mamma þetta er bara jólasveinn"
Þar fór Grýla fyrir lítið.
Kveðja úr Skóginum á Hólum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 10:50
Eina ferðina enn
Ég get ómögulega haldið tryggð við eitt né neitt er kemur að blogginu mínu. Guðrún mín sagði að ég ætti að færa bloggið mitt og af því ég er svo skrambi hlíðin þá er ég mætt hér, en ég veit eina ferðina en!
Annars er skólinn byrjaður með trukki, 2 ár virðist ætla vera erfiðara en hins vegar áhugaverðara en 1 ár. nema hvað að efti þessa önn verð ég eflust orðin sérfræðingur í Stóðréttum, þar sem í 4 af 5 áföngum þurfum við fara í og rannsaka stóðréttir.
Hausinn minn er fullur af kvefi og ég sem er að reyna að lesa í bók um eigindlegar rannsóknaraðferðir....já það er stuð.
Ég minni á að stelpurnar mínar eiga síðu www.barnanet.is/annasolyr
cya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)