maður og bíll óskast.... helst ekki mikið notað

Ég(29) og Krista Sól(6) vorum að ræða málin um daginn...

K: Mamma við ættum kannski að fá okkur mann
E: nú afhverju?
K: bara þá þarftu ekki að fá einhverja konu til að passa okkur [aupair]
E: og hvernig á maðurinn að vera
K: bara góður og skemmtilegur.
E: já ókei
K:...og hann getur þrifið bílinn og passað okkur
E: aha
K: hann getur kannski verið með svona sítt skegg
E: og hann má ekki reykja?
K: jú kannski einu sinni í viku og alls ekki í húsi eða bílum

síðan hallar Krista sér til mín og hvíslar flissandi í eyrað á mér
K: svo getur hann kannski kysst þig
s.s. niðurstöðurnar eru að maður óskast sem er með sítt skegg, reykir úti einu sinni í viku, er skemmtilegur og góður. honum verður að finnast gaman að passa börn og þrífa bíla.
Eydís Anna(3) benti mér á, eftir að hún beið í 40 mín meðan mamman gróf upp og losaði bílinn, að ég ætti að fara í skaffó að kaupa nýjan bíl!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband