Culture

Ég er að taka áfanga sem heitir málstofa um menningartengda ferðaþjónustu, held ég hafi minnst á þannn flotta áfanga áður. Nema hvað að kennslan og allt fer fram á ensku. Ég hef hingað til haldið að ég væri fremur sleip í enskunni. Við erum að lesa bókina "Culture" eftir Chris Jenks. Þessi bók inniheldur helling af orðum sem ég hef aldrei heyrt áður og flest orð í enskri tungu sem enda á -ism, tourism, idealism, materialism svo nokkur sé nefnd. Framvegis mun ég eingöngu ræða við fólk um málefni sem enda á -ism. Leiðinlegt fyrir ykkur.

Annars skellti ég pínu hveiti, kornum, vatni og geri í brauðvélina áðan og mun hlakka til að vakna í fyrramálið ( á eftir ) við ilminn af nýbökuðu brauði.

En nú formlega kemur það fram að stúlkan tekur á móti diploma í ferðamálafræði þann 11. október og get þar að leiðandi starfað löglega sem landvörður eða staðarvörður þar sem þau réttindi eru innifalin í skirteininu. Næst er það BA, ég ætla sko að fá 5 háskólapróf ;)

Núna ætla ég að lesa meira um idealism & materialism til að geta klárað mitt 1000 orða verkið um þessi tvö hugtök og tenginu þeirra við culture....veit ekki alveg hvar ferðaþjónustan kemur inn í þetta en jæja

Mynd dagsins er sjálfsmynd af Kristu Sól

011

hafið það sem allra best

Ernism


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Égism getism skilism aðism þaðism séism erfism aðism skrifism 1000ism orðism ritgerðism um ism.

Gangism þérism velism, elskism Ernism míism.

Hafdism (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:08

2 identicon

sæl og blessuð góða, úff ég er því miður þjáningasystir þín í svona áfanga, er þessa dagana að sligast undir einhverju leiðinlegasta verkefni sem ég hef augun litið og velti einmitt fyrir mér hvar í ósköpunum þessi áfangi kemur inn í Viðskiptafræðina, og hvað þá fjármálalínu, er alveg hrikalega mikið að hugsa um að hætta í þessum áfanga, reyni að gera allt til að réttlæta það fyrir mér að ég geti tekið þetta frekar næsta haust, mikið hrikalega er þetta leiðinlegt, ég hef bara akkurat engan áhuga á þessu fyrir utan það að sjálfsögðu hvað ég er fötluð í að skrifa ensku, hvað þá að hlusta á breskan kennara tala á reiprennandi hraða. mér líður stundum eins og það séu þrautir og talnaspeki að reyna að skilja hvað konan er að gubba útúr sér.úff vildi bara segja þér að þú ert ekki ein þarna úti í culture.....átti nú kanski ekki að verða svona langt en sóbíit.....kveðja og stuðningskveðjur til þín

 Inga Rós þjáninagasystirin.

Inga Rós þjáningasystir þín..... (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband